Um okkur

Við elskum að þjóna þér

Reykjavík Asian er metnaðarfullt fyrirtæki sem framleiðir ferskt sushi og tilbúna rétti með asísku ívafi. Vörurnar okkar eru fáanlegar í fjölda verslana um land allt og liggur metnaður okkar í að bjóða faglega og persónulega þjónustu.

Veisluþjónusta, veislutilboð - Reykjavík Asian

Hugmyndin að Reykjavík Asian kviknaði snemma árið 2019 og var draumurinn að bjóða upp á ferska asíska rétti sem auðvelt væri að grípa með sér. Fyrirtækið var stofnað sama vor með því að útbúa sushi og í framhaldinu bættum svo við tilbúnum elduðum réttum og erum enn í dag að bæta við. Nú bjóðum við upp á fjöldan allan af veislubökkum ásamt því að senda hádegismat til ýmissa fyrirtækja. Starfsstöð okkar er á Suðurnesjum og starfa allt að 10 manns hjá okkur þegar mest er.

Við elskum veislur!

Fermingarveislur, brúðkaup, stórafmæli og fleiri smærri viðburðir eru okkar uppáhald. Við sníðum veisluna að þínum þörfum og bjóðum upp á fjölbreytt úrval veislubakka sem þú getur valið á milli en auk þess höfum við sett saman tilbúin veislutilboð sem auðvelda þér valið.

Njótum lífsins
og borðum góðan mat!

Shopping Cart
Scroll to Top