Um okkur

Við bjóðum upp á ferska vöru sem er framleidd daglega

Reykjavík Asian er metnaðarfullt fyrirtæki sem framleiðir ferskt sushi og tilbúna rétti með asísku ívafi. Vörurnar okkar eru fáanlegar í fjölda verslana um land allt og liggur metnaður okkar í að bjóða faglega og persónulega þjónustu.

Hugmyndin að Reykjavík Asian kviknaði snemma árið 2019 og var fyrirtækið stofnað sama vor. Okkur langaði að bjóða upp á ferska asíska rétti sem auðvelt væri að grípa með sér. Við byrjuðum á sushi og bættum svo við tilbúnum elduðum réttum og erum enn að bæta við. Starfsstöð okkar er á Suðurnesjum og starfa allt að 10 manns hjá okkur þegar mest er.

Veisluþjónusta

Við elskum veislur og útbúum fjölbreytta veislubakka sem henta ýmsum tilefnum og höfum séð um veitingar fyrir ótal fermingarveislur, brúðkaup, stórafmæli og fleiri smærri viðburði.

Scroll to Top