Spurt og svarað

Hvað þarf að panta með miklum fyrivara?

Hægt er að panta samdægurs og fá afhent milli kl. 17:30 og 20:30. Ef pantað er fyrir miðnætti er hægt að fá afhent næsta dag eða á valinni dagsetningu milli kl. 10:30 og 20:30. Ef um stóra pöntun er að ræða er nóg að panta deginum áður en það er alltaf gott er að fá smá fyrirvara.

Er hægt að panta og fá afhent samdægurs?

Já það er hægt ef pöntunin berst fyrir kl. 17:00. Afhending fer þá fram á milli kl. 17:30 og 20:30.

Á hvaða svæði bjóðið þið upp á heimsendingu?

Við sendum á öll póstnúmer á Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu. Hér má finna nánari upplýsingar um heimsendingu.

Hver er afhendingartími?

Við sendum heim alla daga vikunnar á milli kl. 10:30 og 20:30. Afhendingartími er valinn í pöntunarferlinu. Pantanir sem berast á sama degi og afhending fer fram eru afhentar á milli kl. 17:30 og 20:30 ef þær berast fyrir kl. 17:00.

Hvað er ráðlagður skammtur á mann fyrir veislu?

Við mælum með að lágmarki um 13 bitum á mann ef ekkert annað er í boði, eins og t.d eftirréttur eða aðrir réttir. Annars eru 9 bitar hentugur fjöldi á mann (t.d 3 sushi-bitar, 3 kjúklingaspjót og 3 dumlings).

Er maturinn heitur eða kaldur?

Allur matur er afhentur kaldur og er oftast borinn fram þannig. En það má að sjálfsögðu hita hann upp og er það þá bara í ofni í nokkar mínutur. Sushi er að sjálfsögðu alltaf borið fram kalt.

Kemur soyja, prjónar og annað með?

Já með öllum sushibökkum fylgir soya-sósa, sultaður engifer, wasabi og prjónar. Með öðrum bökkum fylgir sósa sem hentar hverjum bakka.

Hvernig er greitt fyrir pöntun?

Allar greiðslur fara í gegnum vefverslunina. Í boði er að greiða með greiðslukorti, Netgíró eða kröfu í heimabanka (eingöngu ætlað fyrirtækjum). Þú velur þína greiðsluleið í pöntunarferlinu.

Er hægt að fá reikning með kennitölu fyrirtækis?

Já það er hægt. Þú setur kennitölu fyrirtækisins í reitinn fyrir kennitölu í greiðsluferlinu. Reikningurinn er svo sendur á tölvupósti á netfang þess sem pantar.

Shopping Cart
Scroll to Top